Hugleiðingar um kennaramenntun

Höfundur fjallar um álitamál og ólík sjónarhorn í menntun og starfsþróun kennara; inntak, markmið og umgjörð. Hann leggur m.a. til að rædd verði og mótuð stefna um menntun kennara frá mun víðari sjónarhóli en oft er gert. Líta verði á allan starfsferil kennara og allt litróf menntunar og skólastarfs. Horfa þurfi fram á veg af miklu meiri áræðni en hingað til hefur verið raunin. Þá þurfi þeir sem mennta kennara að vera fyrirmyndir um starfshætti og þróun skólastarfs bæði í eigin ranni og í samstarfi við kennara í menntastofnunum landsins.

Höfundur: Jón Torfi Jónasson

Útgáfudagur: 9.1.2012

Lesa grein

Gamall linkur: Hugleiðingar um kennaramenntun