Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD

30.12.2009
Jónína Sæmundsdóttir
Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD
Greinin segir frá spurningakönnun sem leiðir í ljós að meirihluti grunnskólakennara telur sig hafa góða þekkingu á ADHD og aðferðum við kennslu barna með ADHD. Kennarar virtust nokkuð virkir í að afla sér þekkingar á þessu sviði en auka þarf kennslu um efnið í námi verðandi kennara. Sérkennarar gegna veigamiklu hlutverki hvað varðar stuðning og fræðslu til kennara og fjöldi barna í bekk er sá þáttur sem kennarar telja helst hindra sig í að koma til móts við þarfir barna með ADHD.