Höfundar: Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir og Jóhanna Einarsdóttir
Ágrip: Hér segir frá rannsókn þar sem fylgst var með störfum þriggja leikskólakennara í þremur leikskólum og rætt við þá um starf þeirra. Markmiðið var að öðlast innsýn í hvernig leikskólakennarar styðja við leik barna og að skoða hugmyndir þeirra um hlutverk sitt og stuðning við börnin í leik. Gögnum var safnað með þátttökuathugunum og viðtölum og fór gagnasöfnun fram í 6 mánuði. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að leikskólakennararnir höfðu allir svipaðar hugmyndir um hlutverk sitt í leik barna. Þeir vour þó ekki allir einu máli um hvort leyfa ætti börnum að leika sér einum í lokuðu rými þar sem enginn fullorðinn er viðstaddur né hvort eðlilegt væri að leikskólakennarinn sinnti öðrum verkefnum á meðan börnin léku sér. Fastar venjur og menning í skólastarfinu virtust ráða miklu um framkvæmd og niðurstöður benda til ákveðinnar togstreitu um skipulag leikskólastarfsins hvað snertir áherslu á stuðning við leik.
Útgáfudagur: 9.9.2012