Höfundur: Bragi Guðmundsson.
Í greininni er kynnt rannsókn sem byggir á skýrslum sveitakennara í Stranda- og Húnavatnssýslu frá árunum 1887-1905. Niðurstaða er meðal annars að hlutfall barna sem fengu fræðslu fór smám saman hækkandi þótt sýslurnar væru undir landsmeðaltali. Heimiliskennsla var ríkjandi en kennslustaðir voru á bilinu 70-78. Lítið er vitað um kennsluaðferðir. Námstími var yfirleitt skammur og áhersla á að kenna ófermdum börnum skyldunámsgreinar. Eldri nemendur lásu fleira. Byggðirnar við Húnaflóa stóðu höllum fæti í þróun uppfræðslu og skólamála miðað við það sem gerðist annars staðar.
Útgáfudagur: 3. 11. 2021