Tónlistarþroski ungbarna og tónlistaruppeldi: Yfirlitsgrein

Höfundur: Helga Rut Guðmundsdóttir.

Í greininni er lýst þekkingu á tónlistarhæfni ungbarna og farið yfir áhugaverða möguleika sem felast í tónlistariðkun og tónlistaruppeldi á fyrstu árum barnsins. Farið er yfir helstu niðurstöður rannsókna á tónskyni ungbarna á fyrsta ári og fyrstu tilburðum þeirra til tónlistarlegrar hegðunar. Því er lýst hvernig almennt tónlistaruppeldi og skipulögð tónlistariðkun með ungbörnum getur tekið mið af þekkingu á næmi ungbarna fyrir tónlist. Af skipulögðum rannsóknum á ungbörnum má draga þann lærdóm ekki megi vanmeta tónlistar- og vitsmunalega hæfni ungbarna. Á eðlislægri tónlistarhneigð ungra barna má byggja ýmsa viðleitni sem stuðlar að þroska og góðri líðan.

Útgáfudagur: 3.10.2013

Lesa grein