Tíminn sem ég man eftir: Ávinningur nemenda af þátttöku í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkurborgar

Höfundar: Jóna Guðrún Jónsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir.

Greinin byggir á rannsókn með það markmið að skoða skólabrag og -menningu Skrekks, stuðla að aukinni þekkingu á listkennslu og skoða hvaða áhrif þátttaka í verkefni eins og Skrekk hefur á líðan og sjálfsmynd ungmenna. Niðurstöður leiddu í ljós að þetta hafði jákvæð áhrif á ungmennin, sérstaklega þegar þau fengu tækifæri til að vinna út frá eigin reynslu í námi og lýðræðislegum gildum. Einnig sýndu niðurstöður fram á að þátttaka í Skrekk hafði jákvæð áhrif á skólasamfélagið – efldi það og styrkti félagsleg tengsl nemenda. Listirnar urðu, út frá þátttöku í Skrekk, þáttur í reynslunámi nemenda.

Útgáfudagur: 31.12.2020

Lesa grein