Höfundar: Sigrún Erla Ólafsdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir.
Hér segir frá rannsókn þar sem rýnt var í sjálfsvirðingu kennara og reynslu þeirra af virðingu annarra fyrir kennarastarfinu. Jafnframt var markmiðið að leita eftir því hvernig þeir telja vænlegt að efla sjálfsvirðingu kennara og virðingu í samfélaginu fyrir kennarastarfinu. Viðtöl voru tekin við sex grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu, þrjár konur og þrjá karla. Rannsóknin leiðir í ljós að kennararnir telja sjálfsvirðingu kennara og virðingu annarra á störfum þeirra þýðingarmikla í mörgu tilliti. Af niðurstöðum má líka greina ýmsar leiðir til að efla sjálfsvirðingu kennara og jákvæð viðhorf til kennarastarfsins.
Útgáfudagur: 3.10.2013