Höfundur: Gyða Jóhannsdóttir
Ágrip: Greinin segir frá samanburðarrannsókn á þróun í menntun norrænna grunnskólakennara og kannar hvort og á hvern hátt þróun á Íslandi er sambærileg þróuninni á öðrum Norðurlöndum. Leitast er við að greina hvort og á hvern hátt þróunin endurspeglar bóknámsrek, hvort sú tilhneiging sé á Norðurlöndum að færa kennaramenntun í háskóla eða í stofnanir sem smám saman leitast við að haga starfsemi sinni á líkan hátt og gert er í háskólum. Sérstaklega er kannað hvernig bóknámsrek er tilkomið og hvernig það tengist menntapólitískum aðstæðum og uppbyggingu æðri menntunar í hverju landi. Þróunin endurspeglar mismikið bóknámsrek í löndunum fimm.
Útgáfudagur: 2.12.2012