Höfundar: Ásta Möller Sívertsen, Svanborg R. Jónsdóttir og Hafdís Guðjónsdóttir.
Sköpun er mikilvæg þroska barna og er jafnframt einn grunnþáttur menntunar á Íslandi. Leikskólar sem horfa til starfsaðferða Reggio Emilia leggja áherslu á börn sem getumikla og skapandi einstaklinga. Hér er sagt frá starfendarannsókn leikskólakennara sem rýndi í eigin starfshætti með áherslu á aukið vægi skapandi starfs á einni deild í leikskóla. Niðurstöðurnar voru flokkaðar í eftirfarandi flokka: Tækifærin í umhverfinu, kaflaskil og faglegt sjálfstraust. Meginþættir hvers kafla eru kynntir með dæmum úr rannsóknardagbók. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á mikilvægi þess að leikskólakennari beiti virkri hlustun í starfi og að gagnkvæm virðing ríki milli kennara og barna.
Útgáfudagur: 27. 9. 2022