„Þessi týpíska óörugga stelpa“: Greining á sögum ungra kvenna um holdafar og stefnumót

Höfundar: Sólveig Sigurðardóttir og Annadís G. Rúdólfsdóttir.

Markmið rannsóknarinnar var að greina hugmyndir ungra kvenna um vægi holdarfars í tengslum við stefnumót. 72 sögur voru þemagreindar. Fram komu fjögur meginþemu – hræðsla við að líkaminn valdi vonbrigðum, að sjálfstraust og líðan tengdust ánægju með útlitið, að eftirlit og vinna með líkamann var stöðugt ferli og fjórða og síðasta þemað var andóf gegn útlitskröfum sem fólst helst í því að taka líkamann í sátt. Rannsóknin gefur innsýn í flókin tengsl ungra kvenna við menningarbundnar hugmyndir um líkamann og það hversu mikillar vinnu við líkamann kvenleikinn krefst.

Útgáfudagur: 09.12.2019

Lesa grein