„Það var spes að koma aftur í skólann, erfitt…“: Reynsla einstaklinga af grunnskólagöngu eftir foreldramissi

31. 12. 2022

Heiður Ósk Þorgeirsdóttir og Jórunn Elídóttir

„Það var spes að koma aftur í skólann, erfitt…“: Reynsla einstaklinga af grunnskólagöngu eftir foreldramissi

Þegar barn eða unglingur missir foreldri sitt breytist öll tilvera þess og margs konar áskoranir koma upp sem barnið eða unglingurinn þarf að takast á við. Hlutverk skóla er mikilvægt í þessu samhengi og þarf skólinn og starfsfólk hans að geta brugðist rétt við þegar nemendur verða fyrir því áfalli að missa foreldri. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu einstaklinga af grunnskólanum eftir missi foreldris. Niðurstöður sýna að reynsla einstaklinganna úr skólanum var erfið; mikil reiði kom í kjölfar missisins og námsáhugi flestra viðmælenda minnkaði umtalsvert. Út frá niðurstöðum má álykta að stuðningur við nemendur sem orðið hafa fyrir missi foreldris þyrfti að vera markvissari, skipulagðari og ekki síst persónulegri, auk þess sem skilningur á sorgarviðbrögðum og sorgarferlinu mætti vera meiri.