20.9.2008
Ingvar Sigurgeirsson, Arnór Benónýsson, Hallur Birkir Reynisson, Jóhanna Eydís Þórarinsdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir
„Það kemur ekki til greina að fara til baka“: Sveigjanlegt námsumhverfi í Framhaldsskólanum á Laugum
Markmið verkefnisins sem hér er lýst er m.a. að gera nemendur ábyrgari fyrir námi sínu. Hefðbundnum kennslustundum hefur verið fækkað en þess í stað vinna nemendur samkvæmt einstaklingsbundinni áætlun í opnum vinnurýmum undir leiðsögn kennara.