„Þá bara hætti ég, ég hef ekkert aðra leið“: Fjölgreinabraut í Menntaskólanum á Egilsstöðum

27.6.2012
Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir og Sigrún Harðardóttir
„Þá bara hætti ég, ég hef ekkert aðra leið“: Fjölgreinabraut í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Hér birtist önnur greinin úr röð greina frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Í greinaröðinni taka höfundar saman og lýsa úrræðum og þjónustu við nemendur með sérþarfir; sérstaklega nemendur með ADHD, sértæka námserfiðleika auk sálfélags-legra vandkvæða. Í þessari grein er fjallað um tilraun höfunda með fjölgreinabraut skólaárið 2007–2008. Fjallað er um aðdraganda að stofnun brautarinnar, nemendahópinn á brautinni og námið sem þar var boðið upp á. Einnig er lýst fjölþættu mati á árangri af tilraunaverkefninu. Í lok greinarinnar eru hugleiðingar höfunda um þróun á úrræðum fyrir nemendur eins og þá sem brautina sóttu.