Höfundar: Ragný Þóra Guðjohnsen, Eygló Rúnarsdóttir, Védís Grönvold og Lóa Guðrún Gísladóttir.
Gæðakerfi háskóla víðs vegar um heiminn hafa að leiðarljósi að tryggja gæði menntunar og að prófgráður standist alþjóðleg viðmið. Slík viðmið eru grunnur gæðamenningar þar sem starfsfólk háskóla og nemendur rýna starf skólans og vinna að umbótum á hverjum tíma. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna með viðtölum við stjórnendur, kennara og nemendur í íslenskum háskóla, hvernig mat er lagt á gæði náms og kennslu við skólann, hvaða sýn þeir hafa á matið og hvernig unnið er með niðurstöður þess. Allir þátttakendur voru sammála um að öflugt samtal og samstarf nemenda, kennara og stjórnenda væri lykilaðferð við að meta gæði náms og grunnur að áframhaldandi þróun þess.
Útgáfudagur: 22. 5. 2022