Svo sæt og brosmild …: Umfjöllun í blöðum og tímaritum um íslenskar afreksíþróttakonur á alþjóðavettvangi

Höfundur: Guðmundur Sæmundsson

Ágrip: Orðræða íslenskra fjölmiðla um íþróttakonur býr yfir eigin einkennum, mjög í anda þeirrar umfjöllunar sem ríkir um konur almennt í íslensku samfélagi en að mörgu leyti ólík þeim einkennum sem fram koma um íþróttakarla. Þetta er niðurstaða rannsóknar á orðræðu íslenskra fjölmiðla yfir 60 ára tímabil um íslenskar afreksíþróttakonur sem náð hafa árangri á alþjóðavettvangi. Íþróttir eru vígi karlmennskunnar og hafa verið um langan aldur á Íslandi. Í rannsókninni var beitt þemabundinni og sögulegri orðræðugreiningu og skoðuð stef á borð við kvenlegt útlit, t.d. andlitsfegurð, fallegan líkamsvöxt, kvenlega hárgreiðslu og klæðnað, einnig samviskusemi, dugnað, tilfinningar, metnað, ákveðni og þrjósku, umhyggju og samvinnu.

Útgáfudagur: 9.9.2012

Lesa grein