Höfundur: Ragnhildur Bjarnadóttir.
Höfundur ræðir mótun stefnu í kennaranámi í Kennaraháskóla Íslands, síðar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, frá árinu 2004 til 2011. Markmiðið var að auka gæði námsins, m.a. með því að efla tengsl við rannsóknir og vettvang. Niðurstaða höfundar er að vel hafi miðað í þessum efnum; sátt virðist hafa náðst um að öll námskeið tengist rannsóknum og fyrstu skrefin verið tekin í að útfæra markmið þar sem samvinna og samábyrgð háskólans og almennra skóla um kennaramenntun er í brennidepli.
Útgáfudagur: 9.1.2012