Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla: Námskrá og áherslur

30.4.2012
Kristín Bjarnadóttir
Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla: Námskrá og áherslur

Greinin segir frá rannsókn á námskrá við fimm framhaldsskóla þar sem kannað var inntakt hægferðaráfangans Stærðfræði 102. Í ljós kom ósamkvæmni milli skóla. Í fjórum skólum af fimm var kennd meiri algebra en gert er ráð fyrir í námskrá. Lítil sem engin áhersla virtist á samvinnuverkefni og ritgerðir sem þó gætu hentað breiðum hópi nemenda af mörgum námsbrautum. Greinin er framhald greinar frá árinu 2011, Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla: Vandi og ávinningur.