Höfundur: Anna Guðrún Edvardsdóttir.
Þróun og uppbygging þekkingarsetra á landsbyggðinni hófst fyrir alvöru upp úr aldamótunum. Greinin segir frá rannsókn þar sem skoðuð voru þrjú þekkingarsetur með það markmið að kanna hvort staða þeirra og hlutverk gagnvart íbúum nærsamfélagsins hefði breyst frá stofnun þeirra. Niðurstaðan er sú að þriggja þátta líkan hefur einkennt starfsemi þekkingarsetranna og að samfélagslegar áherslur hafi aukist á sama tíma og vægi nýsköpunar minnkaði. Þrátt fyrir að meirihluti þeirra sem ljúka háskólanámi séu konur virðist atvinnuuppbygging snúast um að skapa störf sem virðast henta betur körlum.
Útgáfudagur: 13. 04.2021