Höfundur: Rannveig Oddsdóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rannveig Sigurðardóttir.
Fjöltyngdum nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið í íslenskum grunnskólum á undanförnum árum. Margt bendir til þess að efla þurfi kennslu þessara nemenda til að þeir nái nægilega góðum tökum á íslensku. Í þessari grein er sagt frá íhlutunarrannsókn með kennsluaðferð sem byggist á samræðum. Aðferðin á uppruna sinn í Bretlandi og kallast þar Talking Partners en hefur fengið heitið Samræðufélagar í íslenskri þýðingu. Niðurstöðurnar gefa von um að þessi kennsluaðferð sé árangursrík og kennsluefnið Samræðufélagar geti nýst vel í íslenskum skólum.
Útgáfudagur: 25.4. 2023
Lesa grein