Prófadrifin kennsla og umhyggja fyrir stærðfræðinámi
Höfundur: Ingólfur Gíslason.
Í íslenskum framhaldsskólum taka nemendur iðulega mörg próf í sínum stærðfræðiáföngum, bæði hlutapróf og lokapróf, auk þess sem þeir skila öðrum verkefnum sem gilda til lokaeinkunnar. Nemendur og kennarar eru oft mjög uppteknir af þessu prófahaldi. Nemendur hafa áhyggjur af árangri sínum á prófum og kennarar verja miklum tíma í að undirbúa og fara yfir próf. Höfundur ræðir og greinir slíka prófadrifna stærðfræðikennslu frá heimspekilegu sjónarhorni sem nefnist umhyggja fyrir stærðfræðinámi. Það sjónarhorn byggir á að leiða saman hugmyndir um stærðfræðikennslu sem umhyggju fyrir nemendum og umhyggju fyrir stærðfræði, auk umhyggju fyrir samfélaginu í heild. Markmið rannsóknarinnar er að setja fram og nota slíkt siðferðislegt sjónarhorn til að gagnrýna námsmatvenjur í stærðfræðikennslu.
Höfundur: Ingólfur Gíslason.
Í íslenskum framhaldsskólum taka nemendur iðulega mörg próf í sínum stærðfræðiáföngum, bæði hlutapróf og lokapróf, auk þess sem þeir skila öðrum verkefnum sem gilda til lokaeinkunnar. Nemendur og kennarar eru oft mjög uppteknir af þessu prófahaldi. Nemendur hafa áhyggjur af árangri sínum á prófum og kennarar verja miklum tíma í að undirbúa og fara yfir próf. Höfundur ræðir og greinir slíka prófadrifna stærðfræðikennslu frá heimspekilegu sjónarhorni sem nefnist umhyggja fyrir stærðfræðinámi. Það sjónarhorn byggir á að leiða saman hugmyndir um stærðfræðikennslu sem umhyggju fyrir nemendum og umhyggju fyrir stærðfræði, auk umhyggju fyrir samfélaginu í heild. Markmið rannsóknarinnar er að setja fram og nota slíkt siðferðislegt sjónarhorn til að gagnrýna námsmatvenjur í stærðfræðikennslu.