Höfundar: Amalía Björnsdóttir og Þuríður Jóna Jóhannsdóttir.
Tilgangur rannsóknarinnar var að meta þörf fyrir nýliðun í stétt leikskólakennara, að skoða framvindu stúdenta í leikskólakennaranámi við Háskóla Íslands, auk þess að draga upp mynd af bakrunni þeirra og aðstæðum. Niðurstöður sýndu að meirihluti stúdenta eru óhefðbundnir – yfir 25 ára þegar þeir hefja nám, í sambúð og með börn á framfæri. Langflestir stunduðu fjarnám og unnu samhliða á leikskóla. Niðurstöður benda til þess að það taki þessa óhefðbundnu stúdenta í leikskólakennaranámi lengri tíma að klára nám og að aðstæður stúdentanna skýri langan námstíma.
Útgáfudagur: 31.12.2020