Höfundar: Sólveig Jakobsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Skúlína Kjartansdóttir, Svava Pétursdóttir og Torfi Hjartarson.
Á vormánuðum 2020 urðu miklar takmarkanir á grunnskólastarfi hér á landi vegna COVID-19 og Háskóli Íslands stóð að könnun til að meta áhrif þessa – hér er fjallað um þann hluta sem sneri að notkun á stafrænni tækni. Markmiðið var að greina áhrif faraldursins á netnotkun og beitingu stafrænnar tækni í starfi grunnskóla. Í ljós kom að meirihluti svarenda taldi skólana vel búna stafrænum verkfærum og starfslið vel undirbúið fyrir breytinguna. Niðurstöður sýna að miklar breytingar hafa orðið á kennsluháttum og nýtingu stafrænnar tækni meðan á faraldrinum hefur staðið, auk þess sem þær bentu til þess að efla þurfi greiningu á stöðu stafrænnar tækni í grunnskólum.
Útgáfudagur: 31. 12. 2021