Menntun til sjálfbærrar þróunar – í hverju felst hún? Um gerð og notkun greiningarlykils til að greina slíka menntun

30.12.2009
Kristín Norðdahl
Menntun til sjálfbærrar þróunar – í hverju felst hún? Um gerð og notkun greiningarlykils til að greina slíka menntun
Tilgangur þessarar greinar er að auka skilning á markmiðum og inntaki menntunar til sjálfbærrar þróunar. Þar er gerð grein fyrir aðferð og hugmyndafræði á bak við greiningarlykil sem varð til í alþjóðlega rannsóknar- og þróunarverkefninu GETA til sjálfbærni – menntun til aðgerða. Einnig er fjallað um hvernig hann hefur gagnast og hvernig hann gæti nýst áfram til að ýta undir menntun sem hjálpar fólki að tileinka sér sjálfbæra lífshætti og framtíðarsýn.