Menningarmiðaðar kennsluaðferðir: Reynsla íslenskra kennaranema

Höfundur: Artëm Ingmar Benediktsson.

Aukinn fjölbreytileiki í íslenskum grunnskólum skapar mörg tækifæri fyrir kennara til þess að nýta menningu, reynslu og tungumál nemenda í kennslu. Menningarmiðaðar kennsluaðferðir, sem byggja á kenningum um fjölmenningarlega menntun, bjóða upp á hagnýtan ramma til að skapa fjölbreytt og valdeflandi námsumhverfi fyrir öll börn. Markmið þessarar greinar er að kanna viðhorf íslenskra kennaranema til menningarmiðaðra kennsluaðferða og rannsaka reynslu þeirra af vinnu með grunnskólabörnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Auk þess verða vangaveltur þeirra um stöðu fjölmenningarlegrar menntunar innan kennaranámsins skoðaðar.

Útgáfudagur: 3.6. 2024

Lesa grein