Höfundar: Ingvar Sigurgeirsson, María Guðmundsdóttir og Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir.
Í örsmáu sjávarþorpi á Norðausturlandi hafa kennarar gengið lengra en almennt gerist í þá átt að leyfa grunnskólanemendum að taka ábyrgð á eigin námi. Í íslensku og stærðfræði vinna elstu nemendur skólans eftir einstaklingsbundnum áætlunum sem þeir eiga sjálfir þátt í að móta. Í samfélagsgreinum og náttúrufræði fást þeir við fjölbreytt og sjálfstæð viðfangsefni, ýmist einir eða fleiri saman. Nemendur ráða miklu um viðfangsefni sín og efnistök og áhugi þeirra hefur farið fram úr björtustu vonum. Í greininni er sagt frá aðdraganda þessara kennsluhátta og gefin dæmi um verkefni sem nemendur hafa valið að fást við.
Útgáfudagur: 17.9.2013