Langtímarannsókn á forspárgildi málþroskaathugana við 5–6 ára aldur um síðari líðan og reynslu

Höfundar: Amalía Björnsdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir.

Tilgangur rannsóknarinnar sem hér segir frá var að kanna hvort málþroskamælingar við fimm ára aldur spái fyrir um ýmsa félagslega og sálræna þætti síðar á lífsleiðinni. Árin 1997 og 1998 var athugaður málþroski 267 leikskólabarna. Þessi börn eru nú orðin fullorðin, 18 og 19 ára, og voru beðin að svara rafrænum spurningalista um þætti á borð við reynslu þeirra af grunnskólagöngu, hvort þau hafi verið greind með þætti sem hamla námi og hvort þau hafi stundað nám að loknum grunnskóla. Niðurstöður sýndu marktæk tengsl milli árangurs á HLJÓM-2-prófinu og margra þessara þátta. Höfundar telja að með betri samvinnu og samskiptum um viðbrögð við niðurstöðum á HLJÓM-2 milli leikskóla og grunnskóla mætti koma betur til móts við þarfir nemenda í áhættu og draga úr eða koma í veg fyrir neikvæða reynslu þeirra í grunnskóla.

Útgáfudagur: 27.12.2013

Lesa grein