Kynlífsmenning framhaldsskólanema frá sjónarhorni ungra karla

Höfundar: Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Þórður Kristinsson og Þorgerður J. Einarsdóttir.

Í greininni er fjallað um upplifun ungra karla af þeirri kynlífsmenningu sem tíðkast í framhaldsskólum nú á dögum. Niðurstöður benda til þess að félagsþrýstingur hafi töluverð áhrif á kynlífsmenningu ungra karla. Þrýstingur er á þeim að vera ávallt reiðubúnir að stunda kynlíf og helst að deila þeirri reynslu með kunningjum. Klám hefur áhrif á hugmyndir um hvers er vænst af þeim í kynlífi og margir telja að strákum leyfist meira í kynferðilegum efnum en stelpum. Þótt stór hluti stráka taki þátt í ríkjandi kynlífsmenningu reynist hún mörgum þeirra erfið og kvíðavaldandi.

Útgáfudagur: 06.07.2019

Lesa grein