Höfundar: Þórdís Lilja Ævarsdóttir og Ingibjörg V. Kaldalóns.
Markmiðið með rannsókninni var að öðlast skilning á upplifun og reynslu grunnskólakennara af kulnun og þeim áhrifum sem starfsumhverfi hefur á kulnun grunnskólakennaranna að þeirra eigin mati. Einnig var sjónum beint að hvort og þá hvaða persónulega lærdóm, svokallaðan áfallaþroska, kennarar draga af þeirri reynslu að hafa lent í kulnun. Niðurstöður sýndu að það sem réð mestu var andlegt og líkamlegt álag sem og skortur á stuðningi á vinnustaðnum. Álagið fólst í að kennararnir þurftu að sinna mörgum mismunandi hlutverkum sem gátu stangast á. Þeim fannst sig oft skorta sjálfræði í störfum sínum og upplifðu að þeir hefðu hvorki hæfni né bjargir til að sinna þessum mismunandi hlutverkum. Rannsóknin varpar auknum skilningi á þann lærdóm sem draga má af kulnun og hvernig starfsumhverfið getur stutt kennara.
Útgáfudagur: 25.10. 2023