Í greininni er fjallað um rætur orðsins skóli í forn-gríska orðinu skole. Rætt er um hugmyndir forn-grísku heimspekinganna Platons og Aristótelesar um skole en einnig eru skoðaðar hugmyndir heimspekinga nær okkur í tíma þar að lútandi. Skole er jafnan þýtt sem tóm, tómstund, næði, eða eitthvað álíka. Grafist er fyrir um hvaða merkingu orðið hefur til dæmis í tveimur samræðum Platons, Þeætetusi og Faídóni, og reynt að varpa ljósi á hvers vegna það er mikilvægt í forn-grískri heimspeki. Greininni lýkur á stuttri umfjöllun um mögulegan lærdóm um nútímaskóla sem draga megi af þessari athugun. Er þar annars vegar vikið að tengslum næðis og gagnrýninnar hugsunar. Hins vegar er sú spurning rædd hvort skólar nútímans geti yfirhöfuð verið sá griðastaður næðis, frelsis og athygli á því sem er dýrmætt í sjálfu sér og skole felur í sér.
Í greininni er fjallað um rætur orðsins skóli í forn-gríska orðinu skole. Rætt er um hugmyndir forn-grísku heimspekinganna Platons og Aristótelesar um skole en einnig eru skoðaðar hugmyndir heimspekinga nær okkur í tíma þar að lútandi. Skole er jafnan þýtt sem tóm, tómstund, næði, eða eitthvað álíka. Grafist er fyrir um hvaða merkingu orðið hefur til dæmis í tveimur samræðum Platons, Þeætetusi og Faídóni, og reynt að varpa ljósi á hvers vegna það er mikilvægt í forn-grískri heimspeki. Greininni lýkur á stuttri umfjöllun um mögulegan lærdóm um nútímaskóla sem draga megi af þessari athugun. Er þar annars vegar vikið að tengslum næðis og gagnrýninnar hugsunar. Hins vegar er sú spurning rædd hvort skólar nútímans geti yfirhöfuð verið sá griðastaður næðis, frelsis og athygli á því sem er dýrmætt í sjálfu sér og skole felur í sér.
Útgáfudagur: 29.11. 2023
Lesa grein