Höfundur: Anna Magnea Hreinsdóttir.
Í greininni er fjallað um þróunarstarf og starfendarannsókn við leikskólann Árbæ. Tilgangur með þróunarverkefninu var að efla lýðræðisleg vinnubrögð í leikskólanum og stuðla að fræðslu og umræðum meðal starfsfólks um lýðræðislegan skólabrag og hvað í honum fælist, lýðræðisleg viðhorf og starfshætti. Einnig var með verkefninu ætlunin að leita eftir hugmyndum frá starfsmannahópnum um starfshætti sem styrkt gætu lýðræðislegan skólabrag í leikskólanum, reyna þær hugmyndir einn vetur í daglegu starfi og meta verkefnið að því loknu. Loks átti að semja námskrá í lýðræði fyrir leikskólann og láta reyna á hana í starfi. Niðurstöður eftir einn vetur benda til þess að starfendarannsóknin og þróunarstarfið hafi haft áhrif á starfsaðferðir og viðhorf starfsfólks við skólann.
Útgáfudagur: 4.12.2013