„Hver önn sem þau hafa klárað hér í skólanum er sigur fyrir hvert og eitt“: Reynsla nemenda í Verkmenntaskólanum á Akureyri af þróunarverkefni um framhaldsskólapróf af stuttri starfsnámsbraut

10.10.2014
Hjalti Jón Sveinsson og Rúnar Sigþórsson
„Hver önn sem þau hafa klárað hér í skólanum er sigur fyrir hvert og eitt“: Reynsla nemenda í Verkmenntaskólanum á Akureyri af þróunarverkefni um framhaldsskólapróf af stuttri starfsnámsbraut

Greinin fjallar um tilraunaverkefni sem miðaði að því að koma á fót stuttri starfsnámsbraut innan Almennrar brautar við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) skólaárin 2011–2012 og 2012–2013. Markmið greinarinnar er að lýsa tilraunaverkefninu og greina frá reynslunni af því frá sjónarhóli nemendanna sem tóku þátt í því fyrstu tvö árin, reynslu þriggja starfsmanna skólans af verkefninu og mati þeirra á því að hvaða marki það kom til móts við þarfir nemendanna. Starfsnámsbrautin er liður í viðleitni VMA til að ná til nemenda í brotthvarfshættu með nýju og óhefðbundnu námsúrræði. Markmið starfsnámsbrautarinnar er að bjóða nemendum fræðslu um atvinnulífið og búa þá undir frekari þátttöku á vinnumarkaði að loknu framhaldsskólaprófi.