Höfundur: Atli Vilhelm Harðarson.
Í greininni segir Atli frá niðurstöðum úr viðtölum við níu kennara Háskóla Íslands um reynslu þeirra af leiðsögn við lokaverkefni framhaldsnemenda. Viðhorf viðmælendanna ríma við orðræðu um leiðsögn doktorsnema víða um heim. Höfundur styðst einnig við eigin reynslu og segir að erfitt geti verið að leiðbeina eftir forskrift því hvert verkefni sé einstakt og í raun eins konar óvissuferð. Nauðsyn sé að finna meðalveg – ekki stýra hugsun nemendans of markvisst en sýna þó heldur ekki afskiptaleysi. Atli tekur saman mikilvæga punkta fyrir leiðbeinanda að vinna eftir og rökstyður að þótt mikilvægt sé að leyfa ákveðna óvissu og jafnvægisleit í ferlinu eigi verkefnið ekki að reka á reiðanum.
Útgáfudagur: 21.6.2018