Hugleiðingar um heildstæða menntastefnu

Kolbrún Þ. Pálsdóttir
Hugleiðingar um heildstæða menntastefnu
Hér er hvatt til þess að litið sé heildstætt á menntun og mótuð menntastefna sem horfi einnig til þess mikilvæga starfs sem unnið er á sviði tómstunda- og félagsmála. Kveikjan að þessari grein var lestur höfundar á bókinni Leading educational change: Global issues, challenges and lessons on whole-system reform. Þar er fjallað um mikilvæg álitamál er lúta að þróun menntakerfa, svo sem alþjóðlegan samanburð, miðlun og hagnýtingu þekkingar, fagmennsku, gæði og mat á skólastarfi og þróun lærdómssamfélaga. Höfundur tengir efni bókarinnar umfjöllun íslenskra fræðimanna um opinbera menntastefnu. Ný stefna, með það markmið að efla samfélags- og einstaklingsgildi menntunar, var kynnt árið 2011 en enn heyrast gagnrýniraddir um tæknihyggju og nýfrjálshyggju í menntastefnu. Hinir sex grunnþættir menntunar―sjálfbærni, læsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi, sköpun, og heilsa og velferð―virðast hafa hvatt til ígrundunar og þróunar skólastarfs en heildstæðar rannsóknir á innleiðingu opinberrar menntastefnu skortir á Íslandi. Framkvæmd hennar er flókið ferli og krefst þátttöku margra aðila.