Hliðvörður – hvert er hlutverk þitt? Þátttaka barna í rannsóknum

21.11.2015
Guðrún Kristinsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir
Hliðvörður – hvert er hlutverk þitt? Þátttaka barna í rannsóknum
Markmiðið með greininni er að varpa ljósi á reynslu rannsakenda af því að fá formleg leyfi og aðgengi að börnum til að rannsaka hagi þeirra og ræða við þau um málefni sem þau varða. Tilgangurinn er að efla umræðu um málið og vekja athygli á því hver réttur barnanna er í því sambandi. Rannsakendum ber að afla formlegra leyfa stofnana, forsjáraðila og barna við undirbúning rannsókna þar sem börn eru þátttakendur. Í slíkum rannsóknum þurfa rannsakendur oftar en ekki aðstoð við aðgengi að börnum frá stofnunum, fagfólki og forsjáraðilum, svokölluðum hliðvörðum (e. gatekeepers). Greinin er byggð á rýnihópaviðtölum og var rætt við starfandi fræðimenn við Háskóla Íslands. Allir höfðu þeir lagt stund á rannsóknir með börnum þar sem þau voru beinir þátttakendur og höfðu talsverða reynslu af samskiptum við hliðverði.