Háskólanemar í grunnnámi við Menntavísindasvið HÍ. Fjarnám, lykill að háskólanámi fyrir stúdenta með fjölbreyttan bakgrunn

Höfundar: Þuríður Jóna Jóhannsdóttir og Amalía Björnsdóttir.

Á síðustu árum hefur víða verið stefnt á að hækka hlutfall háskólamenntaðra borgara og auðvelda þátttöku allra samfélagshópa í háskólanámi. Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur fjarnám verið í boði á flestum námsleiðum, en það auðveldar aðgengi og gerir fólki kleift að stunda háskólanám með vinnu og skuldbindingum vegna fjölskyldu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða þættir í bakgrunni spá fyrir um að nemar á Menntavísindasviði velji fjarnám. Niðurstöður sýna að eldri stúdentar og þeir sem vinna meira en 30 klst. á viku með námi velja frekar fjarnám. Háskólanemar sem eiga foreldra sem báðir eru án háskólmenntunar velja frekar fjarnám og einnig þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.

Útgáfudagur: 31. 10. 2022

Lesa grein