Greinaflokkur: Fámennir skólar

9.1.2002
Þórunn Júlíusdóttir, Þóra Rósa Geirsdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir

Greinaflokkur: Fámennir skólar
Hér birtast fjórar greinar sem varpa ljósi á stöðu fámennra skóla. Allar byggjast á erindum sem höfundar héldu á ársþingi Samtaka fámennra skóla að Stórutjörnum 20. október 2001.

Þórunn Júlíusdóttir
Fámennir leikskólar kalla á umræðu
Í greininni er rætt um sérstöðu fámennra leikskóla og dregið fram hve mikilvægt er að hefja öfluga umræðu um málefni þeirra og sóknarfæri.

Þóra Rósa Geirsdóttir
Samstarf leik- og grunnskóla: Sérstaða fámennra skóla
Í greininni er rætt um skil leik- og grunnskóla. Sagt er frá þróunarstarfi við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal og bent á möguleika fámennra skóla til að verða öðrum fyrirmynd um samfellu í námi barna.

Fanney Ásgeirsdóttir
Sérstaða fámennra grunnskóla í skólakerfinu
Í greininni er rætt um fámenna grunnskóla, sérstöðu þeirra, ögrandi tækifæri og möguleika sem þeir bjóða til framsækinna vinnubragða í skólastarfi.

Valgerður Gunnarsdóttir
Fámennir framhaldsskólar – staða þeirra og framtíðarhorfur
Í greininni eru teknir saman nokkrir punktar um fámenna framhaldsskóla, dregnir fram kostir og gallar sem felast í fámenninu og fjallað um möguleika skólanna til markaðssóknar.