Höfundar: Ragný Þóra Guðjohnsen, Eygló Rúnarsdóttir og Lóa Guðrún Gísladóttir.
Aukin sókn eftir háskólamenntun og fjölbreytt sýn á hlutverk hennar hefur aukið kall eftir rannsóknum á gæðum háskólanáms og til hvers þau vísi. Þrátt fyrir ýmis gæðaviðmið, þá er gæðahugtakið marglaga og sýn hagaðila á gæði gjarnan ólík. Í rannsókninni var leitað eftir sýn stjórnenda, kennara og nemenda innan íslensks háskóla til þess hvað felist í gæðum náms og kennslu og hvaða leiðir styðji við gæði. Tekin voru einstaklingsviðtöl við fjóra stjórnendur og rýnihópaviðtöl við níu kennara og 15 nemendur. Í niðurstöðum kom fram að viðmælendur voru sammála um nokkrar lykilstoðir gæða í háskólanámi og farsælar leiðir til að styðja þær.
Útgáfudagur: 28.5.2024
Lesa grein (pdf)