Höfundar: Anna Magnea Hreinsdóttir og Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir.
Í þessari grein er fjallað um raunfærnimat í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands sem byggir á norrænni fyrirmynd. Umfjöllunin er afmörkuð við þróun matsgagna og aðferða í matssamtali í raunfærnimatinu til að meta þá þekkingu og hæfni sem nemendur hafa öðlast í starfi í leikskóla út frá hæfniviðmiðum þeirra námskeiða sem voru til mats. Meginmarkmið raunfærnimats er að einstaklingur fái viðurkennda þá reynslu sem hann hefur öðlast utan veggja skóla þannig að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann þegar kann. Stuðst var við fjölbreyttar aðferðir í matssamtölum sem tóku mið af hæfniviðmiðum, kennslu og verkefnum námskeiðanna sem voru til raunfærnimats. Niðurstöðurnar styðja við þá hugmynd að mikilvægt sé að gefa ófaglærðu starfsfólki leikskóla tækifæri til þess að fá reynslu og þekkingu metna til styttingar á leikskólakennaranámi.
Útgáfudagur: 31. 12. 2022
Lesa grein