Forysta sem samstarfsverkefni: Áhersla skólastjóra á valddreifingu og samstarf

Höfundar: Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir.

Í greininni er athygli beint að þeim afbrigðum samstarfsforystu sem fengið hafa mikið rými í fræðilegri umræðu á 21. öldinni. Gögnum var safnað með spurningakönnun sem send var á alla skólastjóra með 69% svarhlutfall. Í niðurstöðum er dregin upp mynd af aðstæðum í skólunum. Greint er frá því hversu miklum tíma skólastjórar telja sig verja til samstarfs við starfsfólk og því hversu mikla áherslu þeir leggja á þátttöku millistjórnenda og kennara í ákvörðunum og virkja þá til forystu um þróun kennsluhátta. Bent er á mikilvægi þess að skólastjórar horfi gagnrýnið á hvert markmiðið með virkjun millistjórnenda og kennara er.

Útgáfudagur: 16.12.2019

Lesa grein