Höfundar: Anna Lilja Sævarsdóttir, Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Hermína Gunnþórsdóttir.
Í Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 er lögð rík áhersla á foreldrasamstarf og jafnrétti. Deildarstjórar í leikskólum bera höfuðábyrgð á samvinnu sinnar deildar við foreldra og áhugavert þótti að greina reynslu þeirra af því samstarfi með tilliti til fjölmenningar og menningarlegs margbreytileika. Í greininni er fjallað um hluta af niðurstöðum rannsóknar á reynslu deildarstjóra í leikskólum af samskiptum við erlenda foreldra sem ekki tala íslensku. Markmið rannsakenda var að fá sem raunsannasta mynd af reynslu deildarstjóranna af þessari hlið í fjölmenningar í skólum og þeim björgum sem þeir nýttu sér í starfi. Gagna var aflað með megindlegum rannsóknaraðferðum, rafrænum spurningalista var beint til deildarstjóra í 91 leikskóla vítt og breitt um landið. Svörin varpa ljósi á tvo mikilvæga þætti í starfi leikskóla, fjölmenningu og samstarf við foreldra.
Útgáfudagur: 31.12.2013