Er hægt að bjóða kynjakerfinu birginn? Reynsla átta kvenna af smíðum og tölvunarfræði

16.10.2012
Katrín Björg Ríkarðsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Er hægt að bjóða kynjakerfinu birginn? Reynsla átta kvenna af smíðum og tölvunarfræði

Í greininni er fjallað um birtingarmyndir kynjakerfisins í reynslu kvenna af námi og störfum í húsasmíði og tölvunarfræði. Tekin voru viðtöl við átta konur sem allar höfðu lokið námi í sinni starfsgrein á síðastliðnum sex árum þar á undan. Húsasmiðirnir höfðu stundað nám í þremur framhaldsskólum og tölvunarfræðingarnir í þremur innlendum háskólum. Í greininni er leitast við að svara því hvort kynjakerfið í formi útilokunar, aðgreiningar og undirskipunar kvenna komi fram í reynslu þessara viðmælenda, hvaða teikn séu skýrust og hvort kynjakerfið leiti nýrra leiða til að halda jafnvægi þegar tilraunir eru gerðar til að vinna í trássi við það. Í ljós kom að ýmsir þættir í reynslu kvennanna endurspegla kynjakerfið en verða ekki ljósir nema grannt sé hlustað.