„Ég held að þetta hafi gefið okkur hugrekki til að láta í okkur heyra“ Um frumkvæði nokkurra ungmenna að breytingum á námskrá og menntun í grunnskóla

Höfundur: Anna Magnea Hreinsdóttir.

Lögð er áhersla á að börn og ungmenni láti til sín taka og hafi áhrif á samfélag sitt. Í þessari grein er fjallað um niðurstöður rannsóknar á frumkvæði nokkurra ungmenna að stofnun félagsins Menntakerfið okkar og þær tillögur að breytingum á námskrá sem félagið hefur staðið fyrir. Helstu niðurstöður sýna að börn og ungmenni geta átt frumkvæði að breytingum með tillögum og aðgerðum og verið öðrum góð fyrirmynd í samfélagslegri virkni. Frumkvæði stjórnar félagsins Menntakerfið okkar var víða vel tekið, en viðbrögðin voru þó ekki á einn veg og mætti frumkvæðið einnig neikvæðni jafningja á samfélagsmiðlum og hjá kennurum.

Útgáfudagur: 22. 5. 2022

Lesa grein