„… ég er fædd í Kína en á heima á Íslandi og ég er ættleidd og ég er stolt af því …“: Tvímenningarlegur heimur ættleiddra barna

31.12.2013
Jórunn Elídóttir
„… ég er fædd í Kína en á heima á Íslandi og ég er ættleidd og ég er stolt af því …“: Tvímenningarlegur heimur ættleiddra barna

Talið er mikilvægt fyrir börn sem ættleidd eru til Íslands erlendis frá haldi nokkrum tengslum við upprunalandið, að tengslin efli skilning barnanna á ættleiðingarferlinu og stuðli að þroska jákvæðrar sjálfsmyndar. Í greininni er fjallað um tvímenningarlega félagsmótun ættleiddra barna og rýnt í fræðin til að skýra og skilgreina hvað átt er við þegar fjallað er um þessi málefni. Kynnt er rannsókn þar sem rafræn spurningakönnun var send til tíu telpna sem allar voru ættleiddar frá Kína. Þær voru meðal annars spurðar um uppruna sinn og tengsl við upprunalandið. Með rannsókninni var leitast við að skilja hvað telpurnar telja mikilvægt við þau tengsl og uppruna sinn og greina hvað þeim finnst um að vera ættleiddar frá Kína.