„Ég elska flæðið, minna stress, minna um árekstra“: Innleiðing flæðis í leikskólastarf

Höfundar: Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, Emilía Lilja Rakelar Gilbertsdóttir og Sigríður Þorbjörnsdóttir.

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvernig innleiðing flæðis í leikskólastarf getur stutt við samskipti barna og meðvitund starfsfólks um eigið hlutverk. Auk þess var sjónum beint að hlutverki faglegs leiðtoga í breytingaferli. Rannsóknin var með starfendarannsóknarsniði, fór fram í einum leikskóla og stóð yfir í tvö ár. Niðurstöðurnar benda til þess að innleiðing flæðis hafi haft áhrif á samskipti barnanna í leikskólanum. Þau urðu glaðari og árekstrum þeirra á milli fækkaði. Starfsfólkið upplifði minni streitu í starfi og aukin tækifæri til sveigjanleika. Ígrundun og samtal á milli starfsfólks studdi það í að skilja og verða virkt í flæðisskipulaginu. Rannsóknin er mikilvægt innlegg í umræðu um leikskólastarf og styður einnig við hugmyndir um að starfendarannsóknir séu góð leið til að bæta skólastarf.