Höfundar: Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Hafdís Guðjónsdóttir.
Virk þátttaka barna í samfélagi er ein leið til farsældar þeirra og því er það helsta verkefni menntakerfisins að tryggja öllum börnum hlutdeild í samfélagi jafnaldra. Greinin fjallar um þróun árangursríkra og sjálfbærra leiða fyrir samvinnu barna og fullorðinna í inngildandi skólastarfi. Draumaskólaverkefnið var unnið á miðstigi grunnskóla sem hluti af þróunarverkefni um þátttöku og valdeflingu barna í samstarfi skólans, frístundamiðstöðvar og rannsakenda Háskóla Íslands. Þátttakendur voru börn og starfsfólk í fimmta og sjötta bekk. Samofin Draumaskólaverkefninu var starfendarannsókn sem náði yfir fimm samvinnulotur, sem fólu í sér skapandi hugmyndavinnu, samtal, áætlanagerð, framkvæmd hugmynda, ígrundun og þekkingarsköpun. Frásögn Draumaskólaverkefnisins getur orðið öðrum hvatning til að finna leiðir sem opna fyrir lýðræðisleg vinnubrögð í skóla.
Útgáfudagur: 31.5.2024
Lesa grein