Ritrýndar greinar

Höfundur: Hanna Ragnarsdóttir. Greinin fjallar um kennara í fjölmenningarsamfélagi og aðgengi fjölbreyttra nemendahópa að kennaranámi á Íslandi. Dregið er fram mikilvægi þess að kennaramenntun á Íslandi sé aðgengileg fjölbreyttum nemendahópum og að búið …

Höfundur: Ragnhildur Bjarnadóttir. Höfundur ræðir mótun stefnu í kennaranámi í Kennaraháskóla Íslands, síðar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, frá árinu 2004 til 2011. Markmiðið var að auka gæði námsins, m.a. með því að efla …

Höfundur: Kristín Bjarnadóttir. Greinin segir frá hægferðaráfanganum Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla. Í ljós kom að mun meiri áhersla var lögð á algebru en aðalnámskrá sagði fyrir um en lítil sem engin á samvinnuverkefni …

Höfundar: Jóhanna Einarsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir. Hér er greint frá starfendarannsókn sem fram fór í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Byggt var á samvinnu við tvo kennara. Meðal annars var fylgst með því …

Höfundar: Jóhanna Einarsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Amalía Björnsdóttir. Greinin fjallar um rannsókn á því hvort málþroskamælingar við fimm ára aldur spái fyrir um námsgengi í samræmdum prófum í grunnskóla. Niðurstöður sýna að góð …

Höfundur: Þorsteinn Helgason. Greinin snýst um gagnrýna hugsun og námsefni í sögu. Gera má nemendur læsa á námsgögnin og gera þá um leið sem sjálfstæðasta gagnvart námsefninu. Gefin eru raunhæf dæmi um aðferðir …

Höfundur: Hafþór Guðjónsson. Í greininni leitast höfundur við að vekja til umhugsunar um náttúrufræðimenntun í íslenskum skólum í ljósi áherslu á læsi og grunnþætti í nýrri námskrá. Okkur sé tamt að hugsa um …

Höfundar: Guðrún V. Stefánsdóttir og Vilborg Jóhannsdóttir. Greinin fjallar um starfstengt diplómunám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir fólk með þroskahömlun. Niðurstaða þeirra er m.a. að nemendur og aðstandendur hafi verið ánægðir með námið …

Höfundar: Ásta Jóhannsdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir. Greinin geymir greiningu höfunda á bókinni Mannasiðir Gillz. Niðurstaða þeirra er m.a. að sú karlmennskuhugmynd sem þar kom fram virðist líkleg til að stuðla að skaðlegri …

Höfundur: Gerður Bjarnadóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir. Greinin fjallar um viðhorf framhaldsskólanema til þess að brjóta upp hefðbundin kynjamynstur. Byggt er á spurningalista sem lagður var fyrir 111 nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla …

31.12.2010 Atli Harðarson Hvaða áhrif hafði Aðalnámskráin frá 1999 á bóknámsbrautir framhaldsskóla? Í þessari grein er því lýst hvaða breytingar áttu að verða á kennslu í stærðfræði, raungreinum og sögu með Aðalnámskránni frá …

31.12.2010 Aldís Yngvadóttir Ruslakista eða raunhæf menntun? Viðhorf skólastjórnenda og kennara til lífsleikni í grunnskólum Niðurstöður rannsóknar á kennslu og viðhorfum skólastjórnenda og kennara til lífsleikni í grunnskólum benda til þess að lífsleikni …

31.12.2010 Hafþór Guðjónsson Að vitsmunir barnanna þroskist á náminu … Höfundur heldur því fram að skólastarf á Íslandi sé bundið á klafa hugmynda sem kynda undir einstefnumiðlun af hálfu kennara en ætli nemendum …

15.7.2010 Guðrún V. Stefánsdóttir Samvinnurannsóknir með fólki með þroskahömlun Greinin segir frá samvinnurannsókn sem höfundur vann í nánu samstarfi við fjórar konur með þroskahömlun. Samstarfið var nánara en oftast er í hefðbundnum rannsóknum. …

30.12.2009 Kristín Norðdahl Menntun til sjálfbærrar þróunar – í hverju felst hún? Um gerð og notkun greiningarlykils til að greina slíka menntun Tilgangur þessarar greinar er að auka skilning á markmiðum og inntaki …

30.12.2009 Kristín Á. Ólafsdóttir Margslungið að útbreiða nýjung: Um hvata og hindranir á vegferð leikrænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum Greinin byggist á rannsókn á þróun leikrænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum. Mest var byggt …

30.12.2009 Brynjar Ólafsson „… að mennta þá í orðsins sanna skilningi“: Um sögu, þróun og stöðu handmennta í grunnskólum á Íslandi 1970–2007 Í greininni er fjallað um sögu og þróun handmenntakennslu frá 1970 …

30.12.2009 Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen Tíminn eftir skólann skiptir líka máli: Um tómstundir og frítíma nemenda í 1., 3., 6. og 9. bekk grunnskóla Í greininni er fjallað um tómstundaiðkun …

1.12.2009 Jóhanna Einarsdóttir „Frábær skólaföt á hressa krakka!“: Rannsókn á umfjöllun fjölmiðla um börn við upphaf grunnskólagöngu Hér er greint frá rannsókn þar sem kannað var fjalla um grunnskólabyrjun og flutning úr leikskóla …

20.2.2009 Hafsteinn Karlsson Kennsluaðferðir í íslenskum og finnskum grunnskólum Í greininni er sagt frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar á kennsluháttum í sex íslenskum og fjórum finnskum grunnskólum. Rannsóknin var gerð veturinn 2006–2007. Rannsóknarspurningin var: …

30.12.2008 Ingibjörg H. Harðardóttir og Amalía Björnsdóttir Það þarf þorp til að ala upp barn: Framlag eldri borgara til umönnunar barna á Íslandi Í rannsókn sem greinin lýsir er fjallað um framlag eldri …

30.12.2008 Hafþór Guðjónsson PISA, læsi og náttúrufræðimenntun Í greininni er fjallað um PISA-rannsókn frá árinu 2006 þar sem náttúrufræðimenntun var í fyrirrúmi, eðli prófsins sem lagt var fyrir og möguleg viðbrögð við niðurstöðum. …

30.12.2008 Sigurborg Sturludóttir og Jóhanna Einarsdóttir Reynsla foreldra af grunnskólabyrjun barna sinna Í þessari rannsókn var könnuð upplifun og reynsla foreldra af grunnskólabyrjun barna sinna og þær breytingar sem grunnskólabyrjunin hafði á fjölskylduna. …

1.12.2008 Guðmundur Ó. Ásmundsson, Börkur Hansen og Ólafur H. Jóhannsson Stjórnskipulag grunnskóla: Hugmyndir skólanefnda um völd sín og áhrif Í greininni er fjallað um hugmyndir skólanefnda á Íslandi um völd sín og áhrif …

30.12.2007 Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Fjölmenning og sjálfbær þróun: Lykilatriði skólastarfs eða óþægilegir aðskotahlutir? Markmið greinarinnar eru að skoða hvernig málaflokkarnir fjölmenning og sjálfbær þróun eru meðhöndlaðir í stefnu ríkis og sveitarfélaga, hjálpa til …

30.12.2007 Hafdís Guðjónsdóttir og Jónína Vala Kristinsdóttir Kennarar eru á mörkum gamalla tíma og nýrra: Þróun námskeiðs um stærðfræðikennslu fyrir alla Í greininni er fjallað um rannsókn kennara á eigin kennslu á námskeiði …

30.12.2007 Kristín Loftsdóttir Hin mörgu andlit Íslands: Framandleiki og fjölmenning í námsbókum Greinin fjallar um þær ímyndir sem nýlegar íslenskar námsbækur bregða upp af fjölmenningarlegu Íslandi. Greining á tveimur bókaflokkum gefur til kynna …

18.12.2007 Helga Rut Guðmundsdóttir Tónskynjun 7-11 ára barna: Þroskaferli í getu til að heyra tvær laglínur sem hljóma samtímis Rannsóknin sem hér er lýst beindist að getu barna í 1., 3., og 5. …

15.12.2007 Anna Kristín Sigurðardóttir Þróun einstaklingsmiðaðs náms í grunnskólum Reykjavíkur Í þessari grein er lýst stefnumótun Reykjavíkurborgar í átt til einstaklingsmiðaðs náms og lagt mat á stöðu þeirra mála við grunnskóla borgarinnar. Fjallað …

12.11.2007 Sigríður Pálmadóttir Tónlist í munnlegri geymd: Rannsókn á stemmum og þululögum frá Ytra-Fjalli í Aðaldal Höfundur skoðar einkenni tónmáls sem varðveitt er í munnlegri geymd Ásu Ketilsdóttur á 30 ára tímabili. Greind …

17.10.2007 Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Amalía Björnsdóttir og Ólafur H. Jóhannsson Deildarstjórar í grunnskólum: Hver er afstaða skólastjóra og kennara til deildarstjórastarfsins, hlutverks þess og mikilvægis? Í greininni er rætt um niðurstöður rannsóknar frá …

17.10.2007 Anna Ólafsdóttir Change agents in the contemporary university: How do forces of change such as ICT impact upon developments and quality within higher education systems? The article seeks to illuminate how ICT, …

30.6.2007 Auður Torfadóttir Notkun nemenda við lok grunnskóla á enskum orðasamböndum í ritun Í rannsókninni er leitast við að fá yfirlit yfir notkun enskra orðasambanda í ritun nemenda við lok 10. bekkjar grunnskóla …

16.4.2007 Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Birtingarmyndir vanlíðanar hjá konum í hópi grunnskólakennara Hér er greint frá niðurstöðum rannsóknar á vanlíðan hjá konum í hópi grunnskólakennara sem mátu heilsu …

31.12.2006 Kristín Dýrfjörð Lýðræði í leikskólum: Um viðhorf leikskólakennara Rannsóknin sem greint er frá beinist að því hvað leikskólakennarar við fimm leikskóla telji vera lýðræði í leikskólum, hvernig það lýsir sér í starfsháttum …

31.12.2006 Anna Ólafsdóttir, Sigurlína Davíðsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir Evrópuverkefnið CEEWIT Þróun og mat á tölvunámi fyrir landsbyggðarkonur Greinin fjallar um evrópska samvinnuverkefnið CEEWIT (Communication, Education and Employment for Women through Information Technology) styrkt …

1.11.2006 Gyða Jóhannsdóttir Rannsóknir í Kennaraháskóla Íslands á áttunda áratugnum: Sýn og veruleiki Hér er greint frá rannsókn þar sem kannað er hvernig tókst að hrinda í framkvæmd ákvæðum laga um rannsóknarhlutverk Kennaraháskóla …

30.12.2005 Eygló Björnsdóttir Hollur er heimafenginn baggi: Um grenndarkennslu og umhverfistúlkun sem leiðir í umhverfismennt Í greininni er rætt hvernig nýta má skólanámskrá og samþættingu námsgreina til að gera umhverfismennt og heimabyggðarfræðslu að …

30.12.2005 Kristín Norðdahl Að leika og læra í náttúrunni: Um gildi náttúrulegs umhverfis í uppeldi og menntun barna Greinin segir frá rannsóknar- og þróunarverkefni um heimsóknir leikskólabarna í lítinn skógarreit. Byggt er á …

15.12.2005 Þorsteinn Helgason Saga mín og heimsins: Kennsluverkefni á persónulegum einsögunótum Greinin lýsir þeirri sögukennsluaðferð að láta nemendur glíma við sagnfræðileg viðfangsefni á persónulegum einsögunótum. Höfundur miðlar af reynslu, skoðar aðferðina í sögulegu …

22.11.2005 Kristín Norðdahl og Svala Jónsdóttir Notkun upplýsinga- og samskiptatækni í sex leikskólum Hér er lýst rannsókn í sex leikskólum sem leitað hafa leiða til að nýta upplýsinga- og samskiptatækni á markvissan hátt …

3.6.2005 Sif Einarsdóttir Lögfræðingur, læknir eða prestur? Flokkun íslenskra starfslýsinga samkvæmt kenningu Hollands um starfsáhuga Greint er frá rannsókn sem sýnir að kenningu Hollands má beita við flokkun íslenskra starfa á áreiðanlegan og …

4.3.2005 Kristín Á. Ólafsdóttir Fræ í grýtta jörð eða framtíðarblómstur: Um þróun og framtíðarhorfur leikrænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum Viðfangsefni þessarar greinar er þróun leikrænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum. Dregin eru saman brot …

30.12.2004 Þuríður Jóhannsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir Væntingar og veruleiki: Notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu í nokkrum grunnskólum á Íslandi haustið 2003 Hér er gerð grein fyrir rannsókn byggðri á heimsóknum …

27.12.2004 Sólveig Jakobsdóttir Distributed Research in Distributed Education: How to Combine Research & Teaching Online This article focuses on why and how one can do “distributed research” in teacher education. Two studies using …

10.12.2004 Samuel C. Lefever ICT in teacher education: What an e-learning environment has to offer This study looks at an e-learning environment for distance education courses in an English language teaching program at …

17.11.2004 Rúnar Sigþórsson Hún er löng, leiðin til stjarnanna: Þarfir nemenda, starfsþróun og skólaþróun Hér er rætt um skilvirka skóla og þarfir kennara í ljósi af þörfum nemenda, samspil starfsþróunar og skólaþróunar. Fjallað …

1.11.2004 Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir Yfirfærsla grunnskólans til sveitarfélaga: Valddreifing eða miðstýring? Í greininni segir frá rannsókn höfunda á viðhorfum kennara, foreldra, millistjórnenda og skólastjórnenda til áhrifa af …

15.10.2004 Gerður Guðmundsdóttir Það er eftir að byggja brú: Af viðhorfum enskukennara til tölvu- og upplýsingatækni Hér segir frá rannsókn á viðhorfum þriggja enskukennara í framhaldsskóla til tölvu- og upplýsingatækni og reynslu þeirra …

12.6.2004 Anna Magnea Hreinsdóttir Tóti var einn í tölvulandi, á tölvuspilið var snjall: Athugun á tölvunotkun leikskólabarna Í greininni segir frá rannsókn höfundar á tölvunotkun í leikskólastarfi. Leitað var svara við þeim spurningum …