Áhugi og nýting á námsefninu Vinir Zippýs í grunnskólum á Íslandi

Höfundur: Sigrún Daníelsdóttir.

Vinir Zippýs er lífsleikninámsefni fyrir 5–7 ára börn sem miðar að því að efla bjargráð ungra barna og hæfni þeirra til að takast á við erfiðleika í lífinu. Embætti landlæknis stóð fyrir nafnlausri netkönnun á meðal starfsfólks grunnskóla til að kanna núverandi stöðu og nýtingu á námsefninu hér á landi. Niðurstöður sýna að góð reynsla er komin á kennslu námsefnisins Vinir Zippýs í grunnskólum landsins og þeir sem hafa reynslu af kennslu þess greina frá mikilvægum ávinningi fyrir börn. Vert er að hvetja kennara í leikskólum og yngsta stigi grunnskóla til þess að kynna sér þetta námsefni.

Útgáfudagur: 10.9.2013

Lesa grein