Að tilheyra, taka þátt og læra í leikskóla margbreytileikans. Evrópuverkefni um menntun ungra barna án aðgreiningar

Höfundar: Anna Magnea Hreinsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir.

Vísbendingar eru uppi um að á Íslandi hafi ekki tekist að þróa áherslur í skólastarfi sem henta margreytilegum barnahópi. Í verkefninu sem lýst er í greininni er miðað að því að koma auga á, greina og stuðla að gæðamenntun ungra barna án aðgreiningar. Byggt er á hugtakinu skóli margbreytileikans. Niðurstöður gefa vísbendingar um hvernig þróa má farsælt leikskólastarf. Afrakstur verkefnisins er annars vegar líkan sem þróað var um vistkerfi leikskóla margbreytileikans og hins vegar leiðbeiningar með spurningum um námsumhverfi leikskóla margbreytileikans. Niðurstöður geta nýst stefnumótendum, rannsakendum og starfsfólki leikskóla til að auka gæði leikskólastarfs fyrir öll börn.

Útgáfudagur: 13.06.2019

Lesa grein