„… að mennta þá í orðsins sanna skilningi“: Um sögu, þróun og stöðu handmennta í grunnskólum á Íslandi 1970–2007

30.12.2009
Brynjar Ólafsson
„… að mennta þá í orðsins sanna skilningi“: Um sögu, þróun og stöðu handmennta í grunnskólum á Íslandi 1970–2007
Í greininni er fjallað um sögu og þróun handmenntakennslu frá 1970 til 2007 sem og stöðu greinarinnar í skólakerfinu um þessar mundir. Lögð er áhersla á sögulega umfjöllun tímabilsins. Fjallað er um stöðu handmennta, hlut þeirra í skólastarfi og hvernig áherslur menntayfirvalda hafa birst í framkvæmd. Ennfremur er unnið úr gögnum frá Hagstofu Íslands um kenndar stundir í grunnskólum en af þeim má sjá raunverulega stöðu námsgreina hvað kennslutíma snertir.