Félags- og tilfinningahæfni: Lykill að farsæld barna. Um þróunarverkefni í fimm leikskólum

Höfundar: Anna Magnea Hreinsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir.

Félags- og tilfinningahæfni er mikilvægur þáttur í menntun leikskólabarna og undirstaða frekara náms og þátttöku í lýðræðissamfélagi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig starfsfólk leikskóla þróaði leiðir til að styðja við félags- og tilfinningalegt nám barna í leik og daglegu starfi og hlúa að vináttu þeirra og samskiptum. Tilgangurinn var að varpa ljósi á hvernig hægt sé að styðja við félags- og tilfinningahæfni barna í leik og daglegu starfi í leikskólum. Þróunarverkefni fór fram í fimm leikskólum í einu sveitarfélagi. Niðurstöður sýna að stjórnendur leikskólanna töldu mikilvægt að styðja við félags- og tilfinninganám barna í gegnum leik og daglegt starf, vera til staðar í leiknum, fylgjast með honum og styðja við samskipti barnanna í leiknum. Þrátt fyrir þessi viðhorf og þekkingu leikskólastjórnendanna reyndist erfitt að koma þessu í framkvæmd.

Útgáfudagur: 23.10.2024

Lesa grein